Samþykktir

LÖG SAMTAKANNA LETTNESKI SKÓLINN Í REYKJAVÍK

1.gr. Nafn

Félagið heitir – Lettneski skólinn í Reykjavík. Á lettnesku heitir það Reikjavīkas Latviešu skola.

2.gr. Heimili

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3.gr. Tilgangur

Tilgangur félagsins er að bjóða börnum með tengsl við Lettland upp á þjálfun í lettnesku og fræðslu um Lettland. Markmiðum sínum hyggst félagið ná meðal annars með því að:

 • Skipuleggja og sjá um kennslu á lettnesku
 • Fræða nemendur um sögu Lettlands, menningu, landafræði, siði. o.fl.
 • Stuðla að og efla samskipti nemenda við aðra sem tala lettnesku
 • Halda upp á lettneska hátíðisdaga

4.gr. Félagsaðild

Allir einstaklingar sem styðja tilgang félagsins, vilja taka þátt í starfi þess og skuldbinda sig til að fara að lögum þessum geta orðið félagar. Félagið heldur félagaskrá.

5.gr. Starfstímabil

Starfstímabil, reikningstímabil og fjárhagsár félagsins er frá 1. júní til 31. maí ár hvert. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega taka þátt í aðalfundi.

6.gr. Aðalfundur

Aðalfund skal halda eigi síðar en 20. júní ár hvert. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
 • Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
 • Starfsáætlun næsta starfsárs lögð fram
 • Breytingar á lögum félagsins
 • Ákvörðun um félagsgjald
 • Kosning formanns samkvæmt 7. grein
 • Kosning annarra stjórnarmanna samkvæmt 7. grein
 • Umræður um helstu stefnumál og markmið
 • Önnur mál

Heimilt er að breyta röð dagskrárliða á aðalfundi.

Allir félagsmenn eiga rétt á setu á aðalfundi og hafa allir jafngild atkvæði.

7.gr. Stjórn félagsins og hlutverk stjórnar

Stjórnin fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, fylgir eftir ákvörðunum aðalfundar og markar stefnu og framtíðarsýn félagsins.

Stjórn skipa fjórir félagsmenn; formaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Formaður og aðrir stjórnarmenn eru kosin sérstaklega á aðalfundi á tveggja ára fresti en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.

Stjórnarfund skal boða með tryggilegum hætti og minnst viku fyrirvara sé þess kostur. Formaður félagsins boðar til stjórnarfundar. Meirihluti viðstadda stjórnarmanna getur tekið ákvarðanir. Stjórn skal funda a.m.k. tvisvar sinnum á starfsárinu.

Firmaritun félagsins er í höndum meirihluta stjórnar. Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar og haldin fundargerð.

Stjórn ber ábyrgð á því að rekstur félagsins sé í eðlilegum farvegi og í samræmi við þær skuldbindingar sem félagið hefur gengist undir. Í því felst að ákveða fyrirkomulag á daglegum rekstri félagsins og afla sjálfboðaliða. Stjórn skal sjá um að bókhald félagsins sé í samræmi við lög og reglur.  Hún getur skipað sérstakar nefndir til að sinna afmörkuðum verkefnum, t.d. fræðsluteymi, viðburðateymi o.s.frv.

8.gr. Fjármál

Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Félagið mun að auki afla tekna m.a. með eftirfarandi leiðum:

 • Námskeiðsgjöld sem foreldrar greiða fyrir þátttöku barna sinna á námskeið á hverri önn. Námskeiðsgjöld eru ákveðin hverju sinni á aðalfundi
 • Styrkir og stuðningur frá stofnunum og félögum í Lettlandi
 • Styrkir og stuðningur frá stofnunum og félögum á Íslandi
 • Styrkir frá Evrópusambandinu
 • Styrkir einstaklinga

Öll starfsemi félagsins byggir á sjálfboðavinnu og meðlimir samtakanna þiggja ekki laun fyrir störf sín. Tekjur samtakanna eru ætlaðar til að greiða efniskostnað vegna kennslu og annan kostnað sem til fellur við rekstur skólans.

9.gr Slit félagsins

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til annars félags sem sinnir svipuðu starfi.

10.gr Rekstrarafgangur

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

11.gr. Lagabreytingar

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins með einföldum meirihluta. Tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn samtakanna ekki síðar en 10 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Tillögur til breytinga á lögum þessum, sem stjórn samtakanna hyggst leggja fram, skal kynna um leið og boðað er til aðalfundar.

Samþykkt á stofnfundi félagsins 19.11..2014.

Lög staðfest af stjórn félagsins.

Advertisements

Komentēt

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Mainīt )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Mainīt )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Mainīt )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Mainīt )

w

Connecting to %s